Álver og flugfloti Íslands - samanburður á losun CO2

Samgönguráðuneytið birti skýrslu í ágúst 2008 um losunarheimildir á koltvísýringi í flugi. Þar kemur fram í töflu 4 að meðallosun áranna 2004 – 2006 var 2.948.169 tonn. Eftir því sem næst verður komist á þetta við um allan flugflota Íslands hvar í heiminum sem starfsemin fer fram. Í sömu töflu var sett fram spá fyrir íslenska flugflotann fram til ársins 2017. Niðurstöðurnar eru sýndar sem rauð lína á meðfylgjandi grafi. Ennfremur eru áætlaðar losunarheimildir fengnar úr sömu heimild sýndar.

Til samanburðar er losun allra íslensku álveranna sýnd á sama grafi (blá lína). Í þessum samanburði er því spáð að framleiðsluaukning vegna fyrsta áfanga Norðuráls Helguvíkur (90.000 tonn á ári) og væntanleg framleiðsluaukning hjá Alcan á Íslandi (40.000 tonn á ári) verði orðin að veruleika á árinu 2012 og álframleiðsla í Helguvík verði komin í 180.000 tonn á ári árið 2015.

FLUG VS áLVER

Myndin sýnir losun CO2 frá íslensku flugi (flugvélar skráðar í eigu íslenskra flugfélaga) í samanburði við losun frá íslenskri álframleiðslu.  

 Heimild

Losunarheimildir á koltvísýringi (CO2) í flugi - Skýrsla stýrihóps um losunarheimildir á koltvísýringi (CO2) í flugi. Reykjavík : Samgönguráðuneytið, 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vonandi er fólk að lesa þetta Þröstur. Það eru nokkrir bloggarar að benda á færslurnar þínar þ.m.t. ætla ég að gera það. Þetta þurfa sumir að sjá.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 16:04

2 Smámynd: Sturla Snorrason

Fróðlegt að sjá þetta svona skírt og myndrænt, en við verðum að passa okkur á sjónræni mengun. Ég hefði frekar vilja sjá 180þ tonna stækkun í Straumsvík en tröllalínur meðfram Reykjanesbraut til Helguvíkur.

Hér er nýtt myndband frá Ástralíu Icelands frozen future með Ómari og Kolbrúnu. Ýtið á takkann watch þá birtist myndbandið

 http://www.sbs.com.au/dateline/

Sturla Snorrason, 11.3.2009 kl. 01:02

3 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Athyglisvert. Ekki síst þar sem skýrslan er gerð fyrir hrun. Við getum fastlega búist við því að einkaþotuflotinn heyri sögunni til. Einnig er ekki hægt að líta fram hjá þeirri skekkju sem felst í því telja upp starfsemi sem fer fram erlendis. Air atlanta er með flota upp á 20 vélar 16 af þeim eru Boeing 747. Útblástur þeirra hlýtur að vera meiri en 757 véla icelandair, ekki satt. Icelandair hefur yfir 21 vél að ráða .

Ef það er sanngjarnt að "rukka" okkur um pílagrímsleiguflug í miðausturlöndum? þá hljótum við að reikna 1.5 miljómir tonna af CO2 sem álverin blása yfir okkur á eigendur álverana, sem eru erlendir. Ekki satt? En auðvitað er svo ekki.

Samanburðurinn er því ómarktækur.

Síðan fer að síga á ógæfuhliðina fyrir állobbýið. Hvað ef við deilum niður úblæstrinum á þann gjaldeyri sem verður eftir í landinu vegna álvera? Treysta menn sér slíka reikninga.

Ég skora á ykkur að leiðrétta mig og sýna mér ljósið.

Enda er ég bara leikmaður.

framleiðslugeta 700.000 tonn á ári

verð ca. 1300 $/t

=910,000,000$

í íslenskum =102,830,000,000kr

gefum okkur að 40% verða eftir í landinu þegar álverin hafa greitt fyrir sínar skuldbindingar.

=41,132,000,000kr

Skuldir OR. LV of OS ca. 700 milljarðar

Vaxtarkostnaður miðað við 3% vexti =21,000,000,000

Gefum okkur að það taki 40 ár að borga niður þessa skuld

=17,500,000,000 á ári

eftir stendur 2,6 milljarðar

Heildarskuldir og vaxtarkostnaður orkufyrirtækjanna eru áætlaðar, gaman ef einhver kæmi með nákvæmar tölur.

Hvað þurfum við að fljúga mörgum ferðamönnum til landsins til að búa til 2.6 milljarða? Og hvað fer mikið af CO2 í andrúmsloftið við slíka fluttninga? 1.5 milljón tonn? Væntanlega ekki.

Árið 2006 námu heildarkaup á ferðaþjónustu innanlands tæplega 135 milljörðum króna. Kaupin skiptust þannig að kaup erlendra ferðamanna voru 70,6 milljarðar króna eða 6% af landsframleiðslu, neysla heimilanna var um 56 milljarðar eða 4,8% af landsframleiðslu og kaup fyrirtækja og opinberra aðila voru 8,2 milljarðar króna eða 0,7% af landsframleiðslu. (munum að krónan var mjög öflug þá)

Með von um góð svör.

kveðja Andrés Kristjánsson

Andrés Kristjánsson, 11.3.2009 kl. 03:18

4 Smámynd: Þröstur Guðmundsson

Sæll Andrés og takk fyrir athugasemdirnar.

Þar sem ég er að eðlisfari frekar nákvæmur þá vil ég ekki setja fram tölur sem ekki standast og því er ég að safna að mér upplýsingum til að geta rökrætt fjármálahliðina af meiri nákvæmni.

Varðandi flugflotann þá eru þessar tölur úr opinberri skýrslu samgönguráðuneytisins og kannski var ég ekki nógu nákvæmur í framsetningunni (ég biðst afsökunar á því) en þessar losunartölur eru fyrir flug á vegum flugrekstraraðila og ég skil þær þannig að flug einkaþotna sé ekki þar innifalið (sjá töflu 1 í áðurnefndri skýrslu). Það er vissulega rétt að þessi losun inniheldur flug Atlanta erlendis og það var ekkert í minni framsetningu sem gaf neitt annað í skyn. Við getum síðan rökrætt hvað er sanngjarnt og hvað ekki í samanburði. Ég læt það liggja á milli hluta að sinni.

Samanburðurinn er fyllilega marktækur því þetta er rekstur tengdur íslandi og fyrirtækjum sem skila tekjum til íslenska ríkisins.

Kveðja

Þröstur

Þröstur Guðmundsson, 11.3.2009 kl. 18:29

5 Smámynd: Þröstur Guðmundsson

Andrés

Þar sem athugasemd mín um arðsemi var orðin óeðlilega löng sem athugasemd mun hún brátt birtast sem ný færsla.

Kveðja

Þröstur

Þröstur Guðmundsson, 12.3.2009 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband