Vaxtagjöld vegna orkuöflunar fyrir áliðnaðinn

Í athugasemdum við fyrri færslu á þessar síðu sem nefndist Álver og flugfloti Íslands - samanburður á losun CO2 gerði Andrés Kristjánsson athugasemd og kallaði eftir umræðu um arðsemi af fjárfestingum í áliðnaði.

Orkufyrirtækin hafa enn ekki birt ársskýrslur sínar þannig að ekki er auðvelt að finna nákvæma skuldastöðu þeirra í opinberum gögnum. Áætlaðar skuldir eru hins vegar nokkru lægri en þær sem Andrés gefur upp eða sem nemur 550 milljörðum kr miðað við núverandi gengi. Af þessum skuldum er hluti til kominn vegna raforkuöflunar fyrir álverin og annað vegna annarra framkvæmda eins og byggingu skrifstofuhúsnæðis, hitaveituverkefna, framkvæmda við dreifikerfi á heitu vatni, hugsanlega ljósleiðaralagna og fleira. Reikna má með að hlutfall skulda sem tilkomnar eru vegna raforkuöflunar fyrir áliðnaðinn sé um 70 - 75% af heildarskuldum. Eftirfarandi tafla sýnir þá útreikninga á vaxtagjöldum, afborgunum miðað við  gefnar forsendur um lánstíma og eignamyndun.

 
ORKA - VAXTABYRðI


Ekki má gleyma því að afborganir af lánum þýða eignamyndun og því er ekki rétt að meta það sem kostnað við orkuöflunina á sama hátt og vaxtagreiðslur. Því er árlegur kostnaður að teknu tilliti til eignamyndunar 6,44 Milljarðar kr en ekki 38,5 Milljarðar kr. Fjárfestingar af þeirri stærðargráðu sem hér um ræðir eru fjármagnaðar á alþjóðavettvangi og þá eru LIBOR vextir hefðbundið vaxtaumhverfi. Því er rétt að miða við LIBOR og þau kjör sem fást á þeim mörkuðum þegar arðsemisreikningar eru gerðir.

Það er erfitt að spá fyrir um lengd núverandi kreppu en henni mun ljúka og eftirspurn eftir áli aukast á ný með hækkandi álverði. Ef miðað er við núverandi ástand sem er það versta sem menn hafa séð í mjög langan tíma og orsakast af minnkandi eftirspurn á heimsmarkaði rétt eins og varðandi alla almenna hrávöru þá eru tekjurnar af sölu nærri

800.000 tonna af áli framleitt á Íslandi í dag um (800.000 * 1300 $/t) um 1.040.000.000 $.

Miðað við sama gengi og í athugasemd Andrésar ( 113 kr/$) er útflutningsverðmætið 117.520.000.000 kr en ekki 102.830.000.000 kr.

Ef áfram er gert ráð fyrir sömu forsendum um að 40% verði eftir í landinu þá eru það 0,4 * 117.520.000.000 kr = 47.008.000.000 kr (47 milljarðar kr).

Eins og áður var sýnt er vaxtakostnaður 6,44 milljarðar kr svo það sem eftir stendur í samanburði Andrésar eru

47 - 6,44 milljarðar kr = 40,56 milljarðar kr.

Af þeim 60% sem Andrés gerir ráð fyrir að fari úr landi þarf að borga fyrir hráefni sem þarf til framleiðslunnar (súrál, rafskaut, raflausnarefni og fleira), greiða vaxtakostnað af fjárfestingunni í álverunum sjálfum og svo gera eigendurnir kröfu um ávöxtun á eigin fé rétt eins og allir aðrir fjárfestar og atvinnurekendur. Það er því ekki eins og þeir stingi þessum peningum beint í vasann eins og ýmsir virðast halda.

Það má deila um hversu gáfuleg þessi framsetning er þegar lagt er mat á hagkvæmni framkvæmdanna. Hér er eingöngu verið að fjalla um vaxtagjöld en ekki alla þá fjölbreyttu þætti sem þarf að taka tillit til við arðsemismat framkvæmdanna eins og rekstrarkostnað, ávöxtun á eigin fé og fleira.

Þeir peningar sem eftir verða í landinu (40% samkvæmt forsendum Andrésar) eru notaðir til að greiða starfsmönnum laun, greiða fyrir rafmagn, greiða fyrir aðkeypta þjónustu innlendra byrgja og svo framvegis. Af öllum þessum útgjöldum skapast velta í þeim fyrirtækjum sem veita þjónustuna og af þessari veltu þarf að greiða skatta og gjöld. Starfsmenn álfyrirtækjanna og byrgjanna þurfa líka að greiða skatta og gjöld og ríkið fær sitt að auki í virðisaukaskatti. Það er því mikil einföldun að leggja dæmið upp með þeim hætti sem gert var í athugsemd Andrésar. ´

Nokkrar staðreyndir um fjárfestingu í áliðnaði (ekki orkuöflun)

  • Erlend fjárfesting  
  • Fjárfesting álfyrirtækjanna færi ekki í önnur verkefni á Íslandi
  • Sala afurðanna í erlendri mynt - gjaldeyristekjur fyrir þjóðarbúið
  • Langtíma fjárfesting
  • Langtíma atvinnusköpun
  • Aukin hagkvæmni í orkuöflun vegna stærðar sem skilar sér í ódýrari orku fyrir aðra orkukaupendur
  • Besta mögulega staðsetning álvers sökum hreinnar orku
  • Umhverfisvænn iðnaður eins og sýnt hefur verið fram á í fyrri færslu (Hvers vegna er rétt að framleiða ál á Íslandi ?)

Þröstur


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Sæll þröstur.

Eitthvað er vaxtarkostnaðurinn að trufla okkur.

af mbl.is

"Gengistapið og gangvirðisbreytingar eru að mestu leyti óinnleyst. Meðalnafnvextir langtímalána voru um 4,51% á árinu 2008 en þeir voru um 4,69% árið áður."

http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2009/03/20/tap_landsvirkjunar_345_milljonir_dala/

Ég þakka gott svar.

Andrés Kristjánsson

Andrés Kristjánsson, 22.3.2009 kl. 22:03

2 Smámynd: Þröstur Guðmundsson

Sæll Andrés

Dæmið sem þú settir upphaflega upp miðast við álverð dagsins í dag. Ef dæmið er skoðað á meðalverði ársins 2008 eins og meðal vextir Landsvirkjunar eru gefnir þá má lauslega áætla meðalverð á árin 2008 um 2600 - 2700 USD. Verðkúrfuna má sjá með því að velja upphafsdag 1. janúar 2008 og lokadag 31 desember 2008 á slóð LMEf(London Metal Exchange) yrir álverð (http://www.lme.co.uk/aluminium_graphs.asp). Ef vextirnir í útreiknuðu dæmi hér á síðunni eru uppfærðir í 4,51% vex vaxtakostnaðurinn í 18,6 milljarða króna. Að sama skapi aukast þá tekjurnar úr 1300 $/tonn í 2600 $/tonn (eða jafnvel meira) og þá ætti tekjuafgangurinn að vera 94 -18,2 eða sem nemur 76 milljarðar króna. Við getum ugglaust haldið áfram að reikna en útkoman er háð þeim forsendum sem við gefum okkur. LIBOR vextir eru ráðandi á fjármögnunarmarkaði stórverkefna eftir því sem ég kemst næst og þeir hafa lækkað umtalsvert á liðnu ári og sem dæmi voru eins mánaða LIBOR vextir þann 11. mars síðastliðinn 0,56% en voru fyrir ári 2,89%.

Til mikillar ánægju er álverð aftur byrjað að þokast upp á við og var síðastliðinn föstudag (20. mars) 1433 $/tonn þannig að við getum enn leiðrétt dæmið hér að ofan fyrir nýju verði ef við viljum. Ég læt þetta duga um þetta mál og þakka góðar umræður.

Kveðja
Þröstur

Þröstur Guðmundsson, 23.3.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband